Ekki missa af þessu
Frá meistaramóti Hróksins í Nuuk í júní.

15 ára starfi Hróksins á Grænlandi fagnað á laugardag

Laugardaginn 21. júlí milli 14 og 16 bjóða Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn.

Pakkhús Hróksins við Reykjavíkurhöfn

Sagt verður frá hátíðum á Austur-Grænlandi 2.-7. ágúst og í Kullorsuaq á Vestur-Grænlandi í september. Þá eru til sýnis ljósmyndir og listmunir, jafnt frá Grænlandi, og úr sögu Hróksins.

Hátíðin á laugardag er til að fagna 15 ára starfi Hróksliða á Grænlandi. Félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003 og hefur síðan skipulagt hátt í 70 ferðir og hátíðir hjá okkar góðu grönnum á Grænlandi, og tekið þátt í fjölmörgum samfélagsverkefnum, með kjörorð Hróksins að leiðarljósi: Við erum ein fjölskylda.

Allir eru hjartanlega velkomnir, og veitingar eru í boði hússins.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...