Ekki missa af þessu

3000

Um þrjú þúsund börn hlupu skólahlaup í bæjarfélaginu Sermersooq á fimmtudaginn. Bæjarfélagið er að vísu stórt, nær frá vesturstöndinni yfir á þá eystri en fjölmennið er þó afar athyglisvert.

Eins og kemur fram í Sermitsiaq er “skólahlaup dagsins, ef ekki ársins, varð meiriháttar velheppnaður viðburður þar sem um þrjú þúsund börn hlupu, og er þá allt bæjarfélagið tekið með”.

Ekki var verra að veðrið var afbragðsgott, hið besta sumarveður, en Skólaíþróttaráð Grænlands, Bæjarfélagið Sermersooq, Air Greenland og Timi Asimi – sem er félag sem hefur að markmiði að fá 15-18 ára unglinga frá Piareersarfik til að styrkja sig með allskyns útiveru – sameinuðust um að koma á þessu stórvelheppnaða verkefni.

Kim Gottfredsen frá Skólaíþróttaráði Grænlands var ánægður með aðkomu Air Greenland sem vann vel að því að sameina alla skólana í þessari framkvæmd.

Ljósmyndari Sermitsiaq, Leiff Josefsen, tók þessar myndir í Nuuk.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...