Ekki missa af þessu

9a í heimsókn

Jörgen Thomsen á heimaslóðum í Nuuk. Myndina tók Uros Matovic.

Íslendingar hafa undanfarin ár fengið heimsóknir frá Nuuk, þar sem grunnskólanemar hafa í langan tíma safnað fyrir Íslandsferð. Þá er stoppað í nokkra daga og það er sko nóg um að vera hjá unglingunum, söfn og sögufrægir staðir skoðaðir, sund upp á hvern dag, kíkt í Bláa lónið. Endalaus útivera og reynt að gera allt sem ekki er í boði þarna fyrir “westan” á stuttum tíma. Nú í mai kom 9 bekkur A, frá einum grunnskólanna í Nuuk og var í viku í borginni. Gistu þau á farfuglaheimilinu við Laugardalinn og fengu nokkuð gott veður lengst af, þó leiðindaveður hafi verið síðustu tvo dagana en þá var farið í hinn gullna hring og endað í river rafting sem krökkunum þótti ekki sérstaklega leiðinlegt!

Jörgen Thomsen hefur verið kennari í Nuuk í þrjú ár og þar áður í Ittoqqortoormiit í önnur þrjú. Hann er umsjónarmaður bekkjarins og með honum kom hún Johanne, kennari við sama skóla. Voru þau með tuttugu og einn nemanda sem voru fjörugir eins og krakkar eiga að vera á fimmtánda ári, en þau voru sammála um að krakkarnir væru yndislegir og allt gekk eins og í sögu.

Farið var í Þjóðminjasafnið og Hallgrímskirkju, og -turn, paintball þar sem krakkarnir komu eins og gatasigti til baka, farið var á hestbak, út að borða auðvitað og skóli heimsóttur, sem og fyrrgreind atriði.

Halldór Björnsson, leiðsögumaður, aðstoðaði hópinn við að fá tilboð í ferðir og á viðburði og fékk mikið hrós fyrir frá Jörgen. Hann hefur reyndar mikla reynslu af því að taka á móti skólakrökkum, þó lítið hafi reynt á leiðsögumannahæfileika hans að þessu sinni enda hópurinn heldur betur sjálfbjarga.

Jörgen er frekar hress piltur og heldur utan um íþróttir fyrir krakkana. Hann var heldur betur kátur með að hafa Laugardalslaugina við hlið gististaðarins og vaknaði snemma til að taka sundsprett. Krakkarnir gerðu það reyndar líka.

Þegar allir voru komnir heilir heim þá setti hann þetta á facebooksíðu sína og fékk fullt af skemmtilegum kommentum frá foreldrum sem skilja orðið húmorinn hjá þessum hressa dana:

“Så er ALLE i Nuuk. Beklager kære forældre. Johanne og jeg gjorde vores bedste. lokkede dem til hulder i jorden hvor der uden varsel vælter kogende vand op fra, skød på dem med laser stråler og vi smed dem sågar i floden, men de er nogle sejlivede bananer, så nu må I selv må tage kampen med ukrutet.
9a tak for en fed kamp.”

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...