Ekki missa af þessu

Afmæli

KALAK á afmæli í dag og er orðið fullorðið. Þann 4. mars, 1992 var félagið stofnað. Margt hefur verið brallað síðan þá, sumt af því kostaði svo mikla peninga að félagið var illa statt í nokkur ár en þetta hefur gengið ágætlega lengstum. Lang viðamesta verkefni félagsins er “koma sundkrakkanna”, þ.e. þegar öllum börnum á tólfta ári, frá litlu þorpum austurstrandar Grænlands, er boðið hingað í tvær vikur í septembermánuði, ár hvert.  Þá búa þau í Kópavogi, sem hefur tekið afar vel á móti þeim, stunda skóla með jafnöldrum og synda tvisvar á dag. Það þarf ekki að taka fram hve mikil upplifun þetta er fyrir börnin sem sum hafa varla komið út fyrir litla bæinn sinn.

Þá hefur Kalak komið að skákferðum Hróksins til vina okkar í vestri undanfarin misseri og þess utan staðið fyrir fyrirlestrum og myndasýningum.

Kalak er með facebooksíðu og á þar fullt af góðum vinum: http://www.facebook.com/kaktusnovember

Fyrir þau sem hafa áhuga á að fylgjast með því sem gerist hjá vinum okkar hér fyrir “westan” (eða í raun fyrir sunnan, norðan, vestan og austan) þá má til að mynda finna fréttir og myndir hér:

http://sermitsiaq.ag/

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...