Ekki missa af þessu

Áhugaverð sýning í Þjóðminjasafninu

Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913

Þjóðminjasafnið í Reykjavík

Veggur, 10. nóvember- 13. janúar 2013

Á sýningunni Þvert  yfir Grænlandsjökul 1912-1913 gefur að líta myndir sem teknar voru í leiðangri sem farinn var yfir þveran Grænlandsjökul á árunum 1912-1913.

Leiðangursmenn voru fjórir;
J.P. Koch landmælingamaður og leiðangursstjóri, Dr. Wegener þýskur veðurfræðingur sem setti fram landrekskenninguna, Lars Larsen háseti og Vigfús Sigurðsson póstur og trésmiður. Sextán hestar voru með í för auk hundsins Glóa.

Tilgangurinn með leiðangrinum var að kanna stórt íslaust landsvæði inni á Grænlandsjökli, kortleggja þetta land og rannsaka lífríki þess, auk þess sem framkvæma skyldi margvíslegar
jökla-og veðurfræðilegar mælingar á hájökli Grænlands. Margar vísindalegar niðurstöður leiðangursins eru í fullu gildi enn í dag og viðurkennt er að með honum hafi verið lagður grunnur að jöklarannsóknum á norðurslóðum.

Koch og Wegener báru ábyrgð á vísindastörfunum. Erfiðisvinnan hvíldi fremur á Larsen og Vigfúsi. Verklagni Vigfúsar reyndist ómetanleg þegar gera þurfti við, betrumbæta eða smíða ný tól í stað þeirra sem voru týnd eða ónýt.

Vigfús Grænlandsfari fékk tæplega 100 ljósmyndir á glerplötum að ferð lokinni. Veturinn 1914 ferðaðist hann vítt og breitt um Ísland, oftast fótgangandi, hélt fyrirlestra og sýndi skuggamyndir úr Grænlandsferðinni.

Myndirnar á sýningunni eru úr safni hans.

http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...