Ekki missa af þessu
549444 10151484611238960 949886539 n - Copy

Bruninn í Kulusuk

549444 10151484611238960 949886539 n - CopyÍslendingar sýna það og sanna að þeir bregðast hratt við þegar okkar næstu grannar lenda í hremmingum. Strax er fréttir bárust af því að samkomu- og tónlistarhús þeirra í Kulusuk hefði orðið eldi að bráð var hugað að söfnun sem vakið hefur athygli.

Hjörtur Smárason vakti manna fyrstur athygli á málinu og skoraði á landsmenn. Félagar í Kalak og Hróknum, skákfélaginu, með Hrafn Jökulsson fremstan í flokki, brugðust við kallinu ásamt fjölda fólks og markmiðið er að aðstoða við uppbyggingu hússins, sem hann Hendrik kennari í Kulusuk hafði fengist við að endurgera undanfarin misseri, og fylla það af alls kyns hljóðfærum frá Íslandi.

Lars Peter Stirling, skólastjóri í Kulusuk, hefur sent formanni Kalak skeyti þar sem hann þakkar stuðninginn frá íslensku vinum sínum, en hann hefur tekið þátt í mörgum verkefnum sem Grænlendingar og Íslendingar hafa komið að.

Hér má sjá greinar um málið á Pressunni, í DV og frétt um brunann í Sermitsiaq.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/tonlistarhus-baejarins-brann-til-osku-i-farvidri

http://www.dv.is/frettir/2013/3/12/allt-thetta-vard-eldinum-ad-brad/

http://sermitsiaq.ag/node/149279

Eins og Hrafn Jökulsson sagði:

Frábært að finna vinarhug Íslendinga til Grænlendinga. KALAK – vinafélag Íslands og Grænlands – hefur nú opnað söfnunarreikning vegna brunans mikla í Kulusuk. Reikningsnúmerið er 0322-26-002082, kennitala 4303942239. Hér gildir hið fornkveðna: Margt smátt gerir eitt stórt.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...