Ekki missa af þessu

Carsten Egevang

Carsten Egevang er einhver magnaðasti arctic ljósmyndari sem fyrirfinnst. Hann heldur úti síðunum:

www.carstenegevang.com

og http://www.arc-pic.com/

Carsten mætti með félaga sínum í grunnskólann í Ittoqqortoormiit skömmu fyrir páska og sá þá Hrafn Jökulsson og Stefán Bergsson á útopnum í fjöltefli. Tefldu þeir við ríflega tuttugu manns í einu, hvor. Fólk á öllum aldri en þó auðvitað væru langflestir grunnskólanemendur. Samtals urðu skákirnar níutíuogníu!

Þess má geta að þetta voru sjöttu páskarnir í röð sem Hrókurinn, í samstarfi við Kalak, sendi leiðangur þarna uppeftir svo krakkarnir kunna heldur betur alveg orðið að tefla.

Þeir félagar mynduðu uppákomuna en voru strax morguninn eftir á leið í veiðimannakofa í 40 km fjarlægð, semsagt lengst úti á ísnum þar sem Carsten hélt ljósmyndasýningu. Það reyndist ómögulegt fyrir ferðalangana að kíkja á sýninguna, enda bæði langt, kallt og vont færi svo vitað var að snjósleðarnir myndu hoppa og skoppa meirihluta leiðarinnar.

Þó mættu átta manns á fjórum snjósleðum á sýningu Carstens sem var himinlifandi með góða mætingu.

Carsten og félagar voru svo samferða íslensku skáktrúboðunum yfir sundið með vél Flugfélags Íslands að aflokinni vel heppnaðri skák- og ljósmyndaferð.

Þessar skemmtilegu myndir tók Carsten í grunnskólanum við Scoresbysund.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...