Ekki missa af þessu

Dönskuklúbbur og fleira

Frá Norræna félaginu:

DÖNSKUKLÚBBUR – ATH. BREYTT DAGSETNING!

Dönskuklúbbur Norræna félagsins er ætlaður börnum á aldrinum 6 – 10 ára sem
vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í
tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall auk þess sem áhersla verður
lögð á að kynna danskar barnabækur og aðra barnamenningu. Leiðbeinendur í
dönskuklúbbnum verða nemendur í dönsku frá Háskóla Íslands.

Dönskuklúbburinn hittist á laugardögum kl. 11:00-12:30 frá 2. febrúar 2013 í
húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Einhverja laugardaga í
vetur mun dönskuklúbburinn heimsækja bókasafn Norræna hússins og er því
mikilvægt að hafa skráð skráð barnið/börnin svo hægt sé að senda út skilaboð um
breytta staðsetningu.

Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska
fjölskyldu. Nauðsynlegt er að skrá sig í klúbbinn! Klúbburinn er ætlaður börnum
félagsmanna og er þeim að kostnaðarlausu. ATH! Auðvelt er að gerast félagi í
Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir
18-27 ára og 67 ára og eldri. Skráning fer fram í síma 551-0165 eða á
netfanginu valdis@norden.is.

TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ

Í janúar og febrúar mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku og
norsku, og framhaldsnámskeið í sænsku. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á
orðaforða og hagnýta kunnáttu.
Sjá nánar á www.norden.is

DÖNSK SÖGUSTUND

Til forældre af dansktalende børn
På lørdag den 26. Januar kl. 11, læser Anja Isabella historien om krokodillen
Finn Herman som er beregnet for børn i alderen 3-6 år. Andre børn er
selvfølgelig velkommen. Hvis der er stemning kan vi finde på at synge sammen på
dansk og snakke sammen. Forældrer er meget velkommen til at putte ind deres
indslag og idéer. Vi beder alle om at komme til tiden så vi kan starte ved
elleve tiden.
Velkommen i bibliotekets børnehule lidt før kl 11 på lørdag!

NORSKUR BARNAHÓPUR

Norsk barnegruppe. Velkommen til norsk barnegruppe lørdag 26. januar kl. 14 i
Nordens Hus. Vi leser, synger og snakker sammen på norsk. Alle barn som snakker
eller skjønner norsk er velkomne med sine foreldre. Matja Steen er leder.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is                                                                               

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...