Ekki missa af þessu

Éta ísbirnir mörgæsir og er virkilega hægt að sjá á milli Íslands og Grænlands?!

Vísindavefurinn er óþrjótandi fróðleikskista og fjársjóður. Margir hafa beint þangað spurningum sem varða Grænland, og fengið skilmerkileg og stórfróðleg svör. Spurningar varða allt milli himins og jarðar, enda Grænland í senn ævafornt og risastórt og ríkt af sögu. Sumir vilja fræðast um sögu norrænna manna, aðrir um dýralíf og náttúru.

Hér eru nokkur vel valin sýnishorn úr Grænlandsdeild Vísindavefsins!

Hvernig segir maður “maður” á grænlensku?

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?

Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?

Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?

Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?

Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?

Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður?

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?

Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Af hverju er jökull á Grænlandi?

Éta ísbirnir mörgæsir?

Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?

Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?

Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?

Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?

Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?

Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?

Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?

 

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Umræður

ummæli

Um Hrafn Jökulsson

x

Við mælum með

Staðreyndir um Grænland

Íbúar Grænlands eru upprunalega frá Mið-Asíu. Landið tilheyrir heimsálfunni Norður-Ameríku, en frá hreinum landfræðipólitískum sjónarhóli ...