Dagur 1. Föstudagur.
Flogið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 13:30, lent á Narsarsuaqflugvelli á Grænlandi á sama tíma vegna tímamunar og síðan haldið beint til skips. Siglt út Eiríksfjörð til bóndabæjarins Itivdleq með uppákomum, s.s. ískönnun á leiðinni. Ekið með fólk og farangur til hins fornsögulega þorps, Garða (Igaliko), þar sem áður var þingstaður og dómkirkja norrænna manna á Grænlandi. Gist verður í tveggja manna herbergjum í gistiheimili og sumarhúsum í Görðum eina nótt. Kvöldverður í Görðum.
Dagur 2. Laugardagur.
Morgunverður og síðan er gengið um Garða. Siglt þaðan um hádegi út Einarsfjörð til Hvalseyjarkirkju sem er ein best varðveitta miðaldarkirkja á norðurslóð. Þar er stórbrotið landslag og miklar rústir af einum stærsta bæ Íslendinga í Grænlandi á miðöldum. Farið í land og dvalið dágóða stund.
Síðan er siglt til Qaqortoq (Julianehab) sem er stærsti bær á Suður-Grænland með um 3500 íbúa. Gist verður á Hótel Qaqortoq í tvær nætur, en það er prýðilegt 3* hótel. Kvöldverður.
Dagur 3. Sunnudagur.
Morgunverður. Deginum varið til skoðunarferða um bæinn og nágrenni hans. Þar er margt fróðlegt að sjá. Jafnvel unnt að sækja grænlenska messu.
Kvöldverður og grænlensk skemmtiatriði.
Dagur 4. Mánudagur.
Siglt frá Qaqortoq inn Eiríksfjörð til Qassiarsuk (Brattahlíðar). Þar búa nú um 50 manns, en áður bjó þar sem kunnugt er Eiríkur rauði og fólk hans. Brattahlíð var, ásamt Görðum, annar miðpunktar hinnar fornu norrænu byggðar.
Skoðaðar verða hinar ríkulegu mannvistarleifar norrænna manna, m.a. fornu rústirnar af bæ Eiríks rauða, og Þjóðhildarkirkja og Eiríksstaðir sem bæði voru endurreist í upprunalegri gerð árið 2000.
Snæddur verður hádegisverður í Brattahlíð og upp úr miðjum degi verður siglt yfir til Narsarsuaqflugvallar, en það er aðeins um 20 mín. sigling. Gist verður á Hótel Narsarsuaq, sem er prýðilegt og þar verður snæddur kvöldverður. Þar er boðið upp á hlaðborð sem ævinlega er glæsilegt og fjölbreytt með grænlensku ívafi.
Dagur 5. Þriðjudagur.
Morgunverður og síðan verður ekið með þátttakendur um fallegt landslag og minjar í nágrenni flugvallarins.
Hádegisverður á hótelinu, en síðan verður ekið með fólk og farangur frá hótelinu á flugvöll til brottferðar til Reykjavíkur. Brottfarartími er kl. 14:30. Komutími til Reykjavíkur er kl. 18:30.
Kostnaður á mann er kr.167.100.- miðað við tveggja manna herbergi.
Aukakostnaður á einbýli er. kr. 36.550.-
Innifalið er flug fram og tilbaka til Narsarsuaq ,bátsferðir, gisting, matur, nestispakkar, akstur og leiðsögn. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 1 mai . Hámarksþátttaka í hverri ferð er 24. “Fyrstur kemur fyrstur fær”. Nánari upplýsingar veitir Emil Guðmundsson símar 564-3606, eða 898-9776. Netfang emil@simnet.is heimasíða www.simnet.is/emil og fax 564-3622 einnig hjá Flugfélagi Íslands hópadeild sími 570 3075.