Hafnarhátíð í Qaqortoq.
Mikið fjör var við höfnina í Qaqortoq í gær, sunnudag en Lionsklúbburinn þar bauð til hinnar árlegu bryggjuhátíðar.
Börn jafnt sem fullorðnir skemmtu sér konunglega þó aðeins sé farið að kólna og sólin rétt aðeins lét sjá sig stundarkorn. En boðið var upp á þrautir og leiki og poppi og kandíflossi var skolað niður með gosi. Blöðrur voru áberandi á meðan hátíðinni stóð en svifu um loftin eins og lítil geimskip þegar veislan var farin að styttast í annan endann.
Myndirnar tók Ole G. Jensen