Fréttir

Grænlandsmót í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn

Hinn nýskipaði sendimaður Grænlands á Íslandi, Jacob Isbosethsen, verður heiðursgestur Hróksins og Kalak, nk. laugardag 2. febrúar, kl. 13, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Hann mun kynna sér starfsemi félaganna og leika fyrsta leikinn á Grænlandsskákmóti sem slegið er upp af þessu tilefni. Félagar í Kalak, Hróknum og aðrir Grænlandsvinir eru hvattir til að mæta tímanlega og taka ...

Lesa »

Tafl og tónaveisla á jólagleði Hróksins og Kalak

Guðni leikur fyrsta leikinn fyrir Guðlaugu U. Þorsteinsdóttur gegn Róbert Lagerman. Árni Gunnarsson og Jóhanna Engilráð fylgjast með. Fjölmenni var á jólagleði Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, á laugardaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti var heiðursgestur hátíðarinnar og lék fyrsta leikinn á Air Iceland Connect jólamóti Hróksins. Hrafn Jökulsson bauð gesti velkomna, fyrir hönd félaganna og fór stuttlega yfir ...

Lesa »

Ný sendiskrifstofa Grænlands á Íslandi

Til hamingju Grænland og til hamingju Ísland! Í dag, laugardaginn 20. október opnaði sendiskrifstofa Grænlands á Íslandi, við Túngötu 5. Þetta er stór og mikilvægur áfangi í samskiptasögu grannþjóðanna. Fulltrúi Grænlands, þeirra sannkallaði sendiherra, er Jacob Isbosethsen, virtur og reyndur í utanríkismálum, geislandi af krafti og metnaði. Marga góða gesti bar að garði og utanríkisráðherrar landanna, Guðlaugur Þór Þórðarson og ...

Lesa »

Heimsókn til forseta Íslands

Það er búið að vera nóg að gera hjá hinum ungu Grænlendingum í heimsókn sinni til Íslands til að læra að synda. Hver upplifunin á fætur annarri og mánudaginn 17. september fóru þau í heimsókn til forsetans. Guðni tók þeim opnum örmum og kenndi þeim m.a. víkingaklappið. Þau sungu nokkur lög fyrir hann og í lokin var myndataka í sól ...

Lesa »

Árleg sundkennsla grænlenskra barna

Dagana 6.-20. september dvelja á höfuðborgarsvæðinu átján 11 ára börn frá afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands og eru þau komin til að læra að synda og upplifa íslenskt samfélag. Þetta er þrettánda árið sem KALAK og Hrókurinn standa að boði þessu með stuðningi Kópavogsbæjar, Menntmálaráðuneytis, FÍ og fjölmargra einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Tvisvar á dag fara þau í sund en ...

Lesa »

15 ára starfi Hróksins á Grænlandi fagnað á laugardag

Laugardaginn 21. júlí milli 14 og 16 bjóða Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Sagt verður frá hátíðum á Austur-Grænlandi 2.-7. ágúst og í Kullorsuaq á Vestur-Grænlandi í september. Þá eru til sýnis ljósmyndir og listmunir, jafnt frá Grænlandi, og úr sögu Hróksins. Hátíðin á laugardag er til að ...

Lesa »

Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk 2018: Til lífs og til gleði!

• Velferðarsjóðurinn Vinátta í verki stofnaður í þágu barna og ungmenna á Grænlandi • Hróksliðar halda hátíð í Nuuk, heimsækja skóla, fangelsi, athvörf og barnaheimili • Mennta- og utanríkisráðherra Grænlands, Vivian Motzfeldt, heiðursgestur hátíðarinnar Skákfélagið Hrókurinn efnir til Air Iceland Connect-hátíðarinnar 2018 í Nuuk, 8.-13. júní næstkomandi. Haldin verða skákmót og fjöltefli í Nuuk Center, grunnskólar, athvörf, fangelsi og heimili ...

Lesa »

Fagnaðarfundur Hróksins og Kalak á kjördag

Hrókurinn og Kalak bjóða til fagnaðarfundar í Pakkhúsi Hróksins, við Reykjavíkurhöfn, á laugardag milli klukkan 14 og 16. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, og gestir geta skoðað ljósmyndasýningu Max Furstenberg og Mána Hrafnssonar frá ferðum Hróksliða til Kulusuk og Ittoqqortoormiit fyrr á árinu. Jafnframt verður hægt að kynna sér starfsemi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, listamenn troða upp, ...

Lesa »