Ekki missa af þessu

Gamalt

Tónleikar og kvikmyndasýning – MALIK

Mikil gróska hefur verið í tónlistarlífi á Grænlandi, ekki bara undanfarin ár, heldur undanfarna áratugi. Grænlendingar fylgjast vel með stefnum og straumum í tónlist og eiga marga góða tónlistarmenn. Og eins og þekkist víða í litlum samfélögum, eru menn iðulega með hæfileika á fleiru en einu sviði. Malik Kleist er einn af þessum mönnum, og hefur unnið jafnt að tónlist ...

Lesa »

Myndafyrirlestur á vegum Kalak

Fyrirlestur / myndasýning á vegum Kalak í Norræna húsinu, fimmtudagsköldið 30. janúar kl. 20:00   Uummannaq á Grænlandi: Uummannaq-fjörður á norðvestanverðu Grænlandi er mikill töfraheimur stórbrotinnar náttúru og heillandi mannlífs. Þar búa um 2.300 manns á átta stöðum en hjarta svæðisins er bærinn Uummannaq sem er 500 km norðan við heimskautsbaug. Saga svæðisins er merkileg og hún tengist Íslandi á ...

Lesa »

Hljóðfærin komin til Kulusuk! Stórkostlegar móttökur Grænlendinga

678541

Það var í senn hátíðleg og gleðileg stund í Kulusuk þegar sendinefnd frá Íslandi kom með hljóðfæri og tækjabúnað, í stað þess sem glataðist í bruna litla tónlistarhússins í bænum í fárviðri 9. mars síðastliðinn. Flugfélag Íslands lagði sérstaka vél til ferðarinnar, og auk gjafanna frá Íslandi voru margir gestir á ferð sem lagt höfðu söfnuninni lið eða tengdust Grænlandi ...

Lesa »

Aðalfundur Kalak, 2013

Aðalfundur Kalak, Volcano House, þriðjudaginn 23. apríl, 2013. Aðalfundur Kalak, Vinafélags Íslands og Grænlands, var haldinn í Volcano House, Tryggvagötu í Reykjavík, þriðjudaginn 23. apríl sl. kl. 20:00. Mættir eru um 20 manns. Halldór Björnsson, formaður, setur fundinn og stingur upp á Hannesi Stefánssyni sem fundarstjóra og er það samþykkt. Arnar Valgeirsson er fundarritari. Hannes gefur Halldóri orðið og fer ...

Lesa »

Aðalfundur Kalak, 23. apríl kl. 20:00

Aðalfundur Kalak verður haldin í Volcano House, Tryggvagötu 11, Reykjavík, þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00.            Segja má að síðasta ár hafi verið viðburðaríkt hjá Kalak. Í ágústmánuði tók Kalak þátt í vestnorrænu hátíðinni „Nýjar Slóðir“ með Norræna Húsinu og skipulagði komu grænlenskra listamanna sem sýndu listir sínar við einn nokkurra gáma sem staðsettir voru í Hljómskálagarðinum. Í september komu sem ...

Lesa »

Styrktartónleikar í Grænlandssetri, Bolungarvík

Þessi grein barst frá Jónasi Guðmundssyni, sýslumammi í Bolungarvík. Heldur hann utan um Grænlandssetur þar á bæ og hélt utan um eftirfarandi tónleika: Húsfyllir á styrktartónleikum í Grænlandssetri Húsfyllir eða á bilinu 80 til 90 manns voru á tónleikum sem Grænlandssetrið við Vitastíg í Bolungarvík stóð fyrir laugardaginn fyrir páska til styrktar byggingu nýs tónlistar- og samkomuhúss í Kulusuk á ...

Lesa »

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í marssíðastliðnum standa Halló Norðurlönd og EURES fyrir viðbótarfundi um að flytjatil Noregs. Fundirnir henta þeim sem hyggjast flytja vegna vinnu, náms eðaannarra erindagjörða og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýtatriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi fráRíkisskattstjóra kynnir skattamál. Noregsfundurinn ...

Lesa »

Páskarnir við Scoresbysund

Um páskana verður haldin mikil skákhátíð í Ittoqqortoormiit, sem er eitt afskektasta þorp Grænlands. Að hátíðinni standa Hrókurinn, Skákakademían og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og hún markar upphafið að 11. starfsárinu við útbreiðslu skákíþróttarinnar meðal okkar góðu granna. Ittoqqortoormiit er við Scoresbysund sem liggur á 70. breiddargráðu, og næstum þúsund kílómetrar eru í næsta þorp. 460 manns búa í ...

Lesa »