Ekki missa af þessu

Frá myndasýningu á Kalak fundi

Sýndar voru myndir frá ferð Hróksins/Kalak til Ittoqqortoormiit, nú fyrir páskana, á aðalfundi Kalak. Ferðin gekk vel eins og ferðirnar undanfarin ár í þennan magnaða bæ. Veturinn hefur verið nokkuð harður og mikill snjór eins og sjá má.

 Bjarndýrskinn voru uppivið allvíða og fönguðu auðvitað augu Íslendinganna. Þó var aldrei boðið upp á bjarnarkjöt að þessu sinni og þótti einhverjum það miður. Moskuxaveislurnar urðu þó þrjár og var duglega tekið til matar síns enda afbragðsfæði.

Þessi moskuxi hafði borið beinin við Kap Tobin, en þar eru heitir hverir. 56° heitt vatnið bræðir ísinn í kring og margir baða sig þar.  Nokkuð heitt en fínt þegar fólk er með fötur með snjó við hendina. Margir eiga “sumarhús” í Kap Tobin og veiðimenn dveljast þar löngum stundum.

Þetta eru hundarnir hans Ejnars Hammeken eða Apaapa sem veiddi hvítabjörn þarna í nágrenninu. Bjössi númer 109 hjá kappanum. Þegar leiðangursmenn fóru í snjósleðatúr þessa sjö kílómetra yfir í veiðiþorpið var Ejnar nýkominn með björninn, fláðann og skorinn. Þetta eru hundarnir hans, stoltir af feng dagsins og nýkomnir af ísnum.

En allt snýst þetta þó um skákævintýri í hinu einangraða Ittoqqortoormiit og börnin og unglingarnir voru hreinlega á útopnu í öllum viðburðum, fjöltefli, kennslu og mótum. Og það í skólanum sínum, á daginn sem og á kvöldin – í páskafríinu sínu. Þetta eru rosalega duglegir og skemmtilegir krakkar.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...