HVERNIG BÆTA MÁ NORDJOBB UMSÓKN!

Fyrirhugað er síðdegisnámskeið þar sem Nordjobb umsækjendum er leiðbeint gegnum
umsóknina. Farið verður yfir hvernig gera má ferilskrá svo að hún skili sem
bestum árangri og hvernig á að skrifa og fylgja eftir Nordjobb umsókn ásamt því
að bent verður á það sem þarf að hafa í huga þegar flutt er til nýs lands. Auk
þess verður litið á lögmál vinnumarkaðarins og afstöðu vinnuveitenda þegar ráða
á í störf.
Þátttaka er ókeypis. Mikilvægt er að skrá sig þar sem það er takmarkað húsrúm.
Skráning fer fram á valdis@norden.is
Staður: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Stund: Miðvikudaginn 20. mars, kl. 16.15-17:30.
Skipuleggjendur: Nordjobb á Íslandi og Halló Norðurlönd

UPPLÝSINGAFUNDIR UM FLUTNING

Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar?
Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafundum um að flytja til
Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á
vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir
hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá
Ríkisskattstjóra kynnir skattamál.

– Mánudaginn 18. mars kl. 18:00: Að flytja til Noregs
– Miðvikudaginn 20. mars kl. 18:00: Að flytja Svíþjóðar
– Miðvikudaginn 20. mars kl. 20:30: Að flytja til Danmerkur

Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1. Skráning á
netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is