Ekki missa af þessu

Frábær þriggja þorpa hátíð Hróksins, KALAK og félaga

15094299_10154781069284511_5389081084425531361_nFjórir vaskir Hróksliðar eru nú nýkomnir úr leiðangri til þriggja þorpa og bæja á Austur-Grænlandi. Slegið var upp Flugfélagshátíð, með dyggum stuðningi fyrirtækja, einstaklinga, heimamanna, grunnskóla á svæðinu, og er óhæt að segja að gleðin hafi verið allsráðandi.

Kulusuk er næsti nágrannabær Íslendinga og þangað hefur Flugfélag Íslands haldið uppi áætlunarferðum um árabil. FÍ hefur verið helsti bakhjarl Hróksins frá því að skáklandnámið hófst á Grænlandi sumarið 2003. Íbúar í Kulusuk eru nú um 250 og eru 40 börn í skólanum, sem öll tóku þátt í hátíðinni. Þorvaldur Ingveldarson kenndi skák, tefldi fjöltefli og sló upp meistaramóti, auk þess að vera með tónsmiðu og heimsækja leikskóla staðarins, klyfjaður gjöfum frá leikfangabúðinni Krumma, prjónahópi Gerðubergs og fleiri velunnurum.

15178968_10154786452679511_3866950100308320582_nÞrír liðsmenn Hróksins og Kalak héldu til Tasiilaq, sem er höfuðstaður Austur-Grænlands með um 2000 íbúa. Róbert Lagerman, Stefán Herbertsson og Max Fürstenberg kenndu í grunnskóla bæjarins, efndu til fjöltefla og meistaramóts. Þá heimsóttu þeir fangelsið í bænum, dvalarheimili aldraðra, og heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, og fleiri staði. Frá Tasiilaq lá þremenninganna til Kuummiut, þar sem um 50 börn eru í skólanum. Hvarvetna voru haldin mót og fjöltefli með veglegum vinningum.

Fjölmargir leggja Hróknum og Kalak lið við skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar. Helstu bakhjarlar eru Flugfélag Íslands, Bónus, Krumma, Tiger, Sólarfilma, Íslenskir 15179038_10154790177434511_4316199030561709506_nfjallaleiðsögumenn, HENSON, Ísspor, Nói Síríus og Travel Lodge Greenland. Þá er ótalinn prjónahópurinn í Gerðubergi, sem gerir liðsmenn Hróksins út með mikið af vönduðum og góðum prjónaflíkum fyrir börnin á Grænlandi.

Starfsári Hróksins á Grænlandi er hreint ekki lokið. Verið er að undirbúa frekari fatasendinga til nokkurra þorpa og í desember munu jólasveinar Hróksins færa öllum börnum í Kulusuk vandaðar jólagjafir frá prjónakonunum í Gerðubergi.

Marmið Hróksins með starfinu á Grænlandi er ekki einasta að útbreiða þjóðaríþrótta Íslendinga, heldur fjölga gleðistundum og auk samskipti og vináttu þjóðanna á sem flestum sviðum.

Myndaalbúm: Þriggja þorpa hátíð

Umræður

ummæli

Um Hrafn Jökulsson

x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...