Ekki missa af þessu
Hér er þorpið Nuugaatsiaq. Íbúafjöldinn 101. Samkvæmt nýjustu fréttum eru 11 hús ónýt eða horfin með öllu. Fjögurra er saknað sem voru í húsi sem hvarf á haf út.

Frábærum árangri fagnað í Pakkhúsi Hróksins, laugardag kl. 14

Jón Viðar segir frá mannlífi og náttúru í Uummannaqfirði

Flóðbylgjan ógurlega sópaði húsunum Nuugaatsiaq á haf út.

Opið hús verður í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardag milli 14 og 16, til að fagna frábærum árangri landssöfnunarinnar Vinátta í verki. Fyrstu fjóra dagana söfnuðust 20 milljónir, og segja skipuleggjendur að landssöfnunin haldi áfram af fullum krafti.

Sérlegur gestur dagsins er Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur og fv. formaður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Hann hefur komið margoft í Uummannaq-fjörð, þar sem hamfarirnar urðu, og heimsótt öll litlu þorpin, m.a. Nuugaatsiaq, sem flóðbylgjan sópaði á haf út.

Jón Viðar mun segja í máli og myndum frá náttúru og mannlífi við Ummannaq-fjörð, og sem jarðfræðingur freista þess að útskýra hvað olli hamförunum, en þess má geta að hann hefur meðal annars helgað sig rannsóknum á berghlaupum.

Kort af Nuugaatsiaq- eyju. Þorpið er syðst. Leið okkar lá í hring um eyjuna með viðkomu á hæsta tindinum, Snæhettunni (1.765 m).

Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega. Vöfflur og kaffi verða í boði, og rennur söluandvirði óskert í söfnunina. Þá munu fulltrúar Hjálparstarfs kirkjunnar veita framlögum viðtöku.

Pakkhús Hróksins er við Geirsgötu 11, stórri vöruskemmu við hlið Hafnarbúða.

Vinátta í verki

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200 – Kennitala 450670-0499
Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Pakkhús Hróksins

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...