Ekki missa af þessu

Fréttir frá Norræna félaginu

Frá Norræna félaginu:
Efni: Sænskunámskeið, Cafe Norden og barnabókahátíð

Sænskunámskeið hefst á þriðjudag

Grunnnámskeið í sænsku hefst þriðjudaginn 18. september á skrifstofu Norræna
félagsins. Námskeiðsgjaldið er litlar 6500 kr. fyrir félagsmenn. Frekari
upplýsingar má finna á www.norden.is en hægt er að skrá sig með tölvupósti til
norden@norden.is.

Vinnumarkaðsmál rædd á Café Norden í haust

Café Norden fer fram í Uppsölum í Svíþjóð dagana 1. – 4. nóvember nk. Það er
árleg dagskrá á vegum Ungmennadeilda Norrænu félaganna (FNF) og þátttakendur
eru norræn ungmenni á aldrinum 16 – 35 ára. Þema ársins er ,,Vinnumarkaður” en
atvinnuleysi er hlutskipti margra ungmenna. Þátttökugjald er 75 evrur. Frekari
upplýsingar má sækja hjá Norræna félaginu: norden@norden.is. Ungt fólk er hvatt
til að kynna sér starfsemi Nordklúbbsins, ungmennadeildar Norræna félagsins á
Facebook: https://www.facebook.com/nordklubbur?ref=search

Alþjóðleg barnabókahátíð fer fram um helgina

Barnabókahátíðin Matur úti í mýri fer fram dagana 15. – 17. september í Norræna
húsinu. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.myrin.is                                                                                                                                                                                                                               

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is                                                                             

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...