Margt er á döfinni hjá Norræna félaginu. Á fimmtudag fer fram málþing um stöðu
ungs fólks á vinnumarkaði og brottfall úr skóla, Snorraverkefnið vantar
fósturfjölskyldu og unglingum býðst að fara í norrænar sumarbúðir í Hilleröd í
Danmörku. Frekari upplýsingar fylgja hér á eftir:
STAÐA UNGS FÓLKS Á VINNUMARKAÐI
Brottfall úr skóla – möguleikar á vinnumarkaði
Nordens Välfärdscenter NVC og Norræna félagið á Íslandi bjóða til málþings um
stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og brottfall úr skóla í Norræna húsinu
fimmtudaginn 23. maí 2013 kl 09.00-11.00.
Meginþema málþingsins verður nýútkomin skýrsla “Unge på kanten” sem unnin var
fyrir Norrænu ráðherranefndina. Bjørn Halvorsen verkefnastjóri skýrslunnar
kynnir niðurstöður hennar ásamt Jenny Tägtström. Terje Olsen verkefnastjóri
Þekkingarbankans kynnir nýjan vef kunnskapsbanken.org sem fer í loftið 16. maí
n.k. Kunnskapsbanken.org er upplýsingavefur um nám og atvinnumöguleika,
rannsóknir og velheppnuð verkefni. Þessi hluti málþingsins fer fram á ensku.
Til að kynna stöðu mála á hér á landi og gera samanburð á stöðu Íslands og
hinna Norðurlandanna verða pallborðsumræður með stuttum erindum þátttakenda:
• Gestur Guðmundsson prófessor við Háskóla Íslands
• Sigrún Harðardóttir framhaldsskólakennari og starfs- og námsráðgjafi við
Menntaskólann á Egilsstöðum
• Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar
• Kristjana Stella Blöndal lektor við Háskóla Íslands
• Tryggvi Haraldsson verkefnastjóri Atvinnutorgs í Reykjavík
• Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Föreningarna Nordens Forbund
Þessi hluti málþingsins fer fram á íslensku.
Fundarstjóri er Þorlákur Helgason. Málþingið er öllum opið. Skráning fer fram á
norden@norden.is
SNORRAVERKEFNIÐ VANTAR FÓSTURFJÖLSKYLDU
Þann 8. júní kemur hingað til lands fjórtán manna hópur ungmenna í
Snorraverkefninu, en verkefnið hefur verið árvisst tækifæri fyrir ungt fólk af
íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum í 6
vikna sumarverkefni. Verkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi
og Þjóðræknisfélags Íslendinga.
Snorraverkefnið óskar eftir fósturfjölskyldu fyrir einn þátttakandann, Nicholas
Lieber frá Elk Grove Village í Illinois í Bandaríkjunum, annað hvort á
landsbyggðinni eða í Reykjavík. Allir staðir koma til greina en einna helst
hefði ég áhuga á að senda hann til Akureyrar ef sá möguleiki er fyrir hendi.
Auk íslenskra róta er hann af Gyðingaættum og tekur trú sína alvarlega.
Drengurinn er mjög aktífur og talar mörg tungumál.
Fjölskyldan þarf fyrst og fremst að vera hjartahlý, sveigjanleg og með áhuga á
að opna heimili sitt fyrir unga manninum og leyfa honum að taka þátt í lífi og
starfi fjölskyldunnar. Nick, eins og hann er kallaður, verður í starfsþjálfun á
daginn.
Tímabilið sem um ræðir er föstudagurinn 21. júní – 12. júlí. Þátttaka í
verkefninu getur verið mjög skemmtileg og gefandi.
Frekari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í neðangreind símanúmer (ekki í
gegnum tölvupóst).
NORRÆNAR SUMARBÚÐIR Í HILLERØD
Hermed inviteres, i samarbejde med foreningen Norden, til Nordisk Sommerlejr i
Hillerød fra den 1 – 6. juli 2013. På lejren er der plads til 90 deltagere i
alderen fra 11 – 14 år og voksne ledsagere fra de tilmeldte lande.
På vores hjemmeside ligger billeder fra tidligere års sommerlejre og fra sidste
års sommerlejr på Island. Vi kan naturligvis kontaktes for yderligere
informationer. Se også vores facebook side
http://www.facebook.com/groups/103119331068/?fref=ts
Áhugasamir geta skráð sig á norden@norden.is
Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!
Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu
Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is