Fyrirlestur í Norræna húsinu, miðvikudagskvöldið 30. jan. kl. 19:30
Ragnar Hauksson leiðsögumaður sem að hefur ferðast vítt og breitt um Grænland flytur myndafyrirlestur sem hann kallar:”Óbyggðir Austur-Grænlands: Frans Jósefsfjörður, Kóngs Óskarsfjörður og Scoresbysund.”
Tveir fyrrnefndu firðirnir voru kjarninn í Grænlandsveldi Norðmanna 1931-33, því sem þeir kölluðu Eiríksland rauða, Eirik Raudes Land. Þar fyrir sunnan er Scoresbysund, mesta fjarðakerfi veraldar. Fyrstir til að kanna það svæði verulega voru Danir 1891-92 og þar, óralangt frá öðrum bólstöðum manna, stofnuðu þeir árið 1925 til Grænlendingabyggðar sem enn stendur.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:30 og eru allir velkomnir.
Veitingasalurinn er opinn fyrir þau sem vilja fá sér hressingu.