Ekki missa af þessu

Fyrirlestur á vegum Kalak

Fyrirlestur í Norræna húsinu, miðvikudagskvöldið 30. jan. kl. 19:30


Ragnar Hauksson leiðsögumaður sem að hefur ferðast vítt og breitt um Grænland flytur myndafyrirlestur sem hann kallar:”Óbyggðir Austur-Grænlands: Frans Jósefsfjörður, Kóngs Óskarsfjörður og Scoresbysund.”

Tveir fyrrnefndu firðirnir voru kjarninn í Grænlandsveldi Norðmanna 1931-33, því sem þeir kölluðu Eiríksland rauða, Eirik Raudes Land. Þar fyrir sunnan er Scoresbysund, mesta fjarðakerfi veraldar. Fyrstir til að kanna það svæði verulega voru Danir 1891-92 og þar, óralangt frá öðrum bólstöðum manna, stofnuðu þeir árið 1925 til Grænlendingabyggðar sem enn stendur.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:30 og eru allir velkomnir.
Veitingasalurinn er opinn fyrir þau sem vilja fá sér hressingu.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...