Umsjónarmaður síðunnar biðst velvirðingar á að hafa ekki náð að setja inn greinar eða myndir undanfarnar vikur. Það er bæði vegna anna og tölvubilunar. Ekki næst að setja inn myndir en unnið verður í að laga það.
Kalak hyggst bjóða upp á bæði fyrirlestur og myndasýningu strax í byrjun nýja ársins og verður það kynnt nánar. Kristinn Einarsson hefur farið nokkrar ferðirnar til Grænlands og mun hann bjóða til myndasýningar í samstarfi við Kalak á næstu vikum eða mánuðum.
Hér má sjá fjölda mynda sem Kristinn býður upp á á ljósmyndasíðu sinni:
http://www.flickr.com/photos/kiddi