Ekki missa af þessu

Fyrirlestur

Frá Norræna félaginu:

Þrælahald nútímans
Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu  9. júlí klukkan,  12.05 – 13.00

Line Barfod gestur Norræna félagsins og flokkahóps VSG í Norðurlandaráði heldur
fyrirlestur um “Menneskehandel” mansal og þrælahald.  Rætt er um nauðsyn á
norrænni og alþjóðlegri samvinnu til að stöðva þrælasölu nútímans sem hefur
aukist  hratt  síðustu ár. Fyrirlesturinn er á dönsku.

Line Barfod starfar nú og vann einnig fyrr á árum sem lögfræðingur í
Kaupmannahöfn.  Síðustu átta ár og þar til í fyrra sat hún á danska þjóðþinginu
fyrir flokkinn Einingu.  Line átti lengi sæti í Norðurlandaráði og var síðustu
árin  formaður flokkahóps Vinstri sósíalískra og grænna flokka í ráðinu.  Vinna
gegn mansali, þrælahaldi og baráttan fyrir mannréttindum innflytjenda og
minnihlutahópa voru sterkir þættir í framlagi hennar til danskra stjórnmála.

Um nútíma þrælahald segir Line:
Den chokolade du spiser kan være lavet med kakaobønner plukket af børneslaver.
Når du har spist på restauranten kan det være ofre for menneskehandel der
klarer opvasken og rengøringen. De prostituerede der står i baren for at få
kunder kan skjule blå mærker fra de tæsk de har fået, for at tvinge dem til
prostitution. Menneskehandel eller moderne slaveri, som der reelt er tale om,
er stærkt stigende. Tusindevis af mennesker bliver solgt til slaveri. Ikke kun
til prostitution, men også til tvangsarbejde, tiggeri, tyveri, mv.
Internationalt samarbejde er afgørende hvis vi skal stoppe det. Og her kan vi
gøre en stor forskel med det nordiske samarbejde. Men vi kan også hver især
gøre en forskel.

Line hefur meðal annars unnið gegn þrælahaldi sem formaður nefndar á vegum
Eystrasaltsþingmannaráðstefnunnar og BSPC Baltic Sea Parlamentary Conference og
hún kynnt sér málefnið í fjölmörgum löndum heims. 

Hádegisfyrirlesturinn í Þjóðminjasafninu er öllum opinn.  Bogi
Ágústsson formaður Norræna Félagsins býður gesti velkomna.  Kolbrún
Halldórsdóttir, formaður BÍL og  fyrrum samstarfskona fyrirlesarans í
Norðurlandaráði kynnir Line Barfod fyrir gestum.

Hér má sjá viðtal við Silje Bergum Kinsten við Line Barfod á vef norrænar
samvinnu. Norden.org.

http://www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2011-702/greinar-ur-ritum/paa-barrikadene-mot-slaveri

Nánari uplýsingar í síma 896-1222.  Björg Eva Erlendsdóttir,
varaformaður Norræna félagsins í Reykjavík og ritari VSG hópsins í
Norðurlandaráði

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...