Ekki missa af þessu

Gjöfum safnað fyrir okkar næstu nágranna á Grænlandi

Inga Dora og fjölskylda heiðursgestir í opnu húsi Hróksins og KALAK á laugardag

Opið hús verður í Pakkhúsi Hróksins Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 25. nóvember kl. 14-16. Þar munu Hrókurinn og KALAK kynna jólaferðir sem farnar verða til Grænlands í desember. Jafnframt verður tekið við gjöfum til barnanna í Kulusuk, næsta nágrannabæ Íslands, en sjálfur Stekkjarstaur fer svo með pakkana til Grænlands.

Með kærri kveðju frá Kulusuk. Börnin með Gáttaþefi og áhöfn Air Iceland Connect

Heiðursgestir á laugardag eru Inga Dora Markussen og fjölskylda. Inga Dora hefur sl. ár verið framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sem þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum eiga aðild að. Inga Dora er dóttir Benedikte Abelsen og Guðmundar Þorsteinssonar, sem unnið hafa þrekvirki við að efla samband Íslands og Grænlands. Ingu Doru og fjölskyldu verður sárt saknað af fjölmörgum Grænlandsvinum á Íslandi, en þau flytja til Nuuk nú um áramótin.

Alls eru tæplega 50 börn í Kulusuk á aldrinum 3 til 15 ára. Miðað er við að gjafir séu léttar, skemmtilegar og nytsamlegar, t.d. nýr fatnaður eða leikföng, litir eða spil. Öll munu börnin fá glaðning frá prjónahópnum góða í Gerðubergi, sem og frá BÓNUS, Góu, Sólarfilmu, IKEA og BROS. Sem fyrr munu okkar helstu bakhjarlar, Air Iceland Connect, sjá um að koma gjöfunum á réttan stað. Þá er líka safnað í jólagjafir fyrir börn sem búa heimilum fyrir ungmenni, sem af ýmsum ástæðum geta ekki verið hjá fjölskyldum sínum.

Liðsmenn Hróksins og Kalak vona að sem flestir leggi leið sína í Pakkhús Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, á laugardaginn. Boðið verður upp á rjúkandi súkkulaði og fleiri ljúffengar veitingar.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...