Ekki missa af þessu

Glæný bók

 Ný bók um dýralíf á Grænlandi

Frá Gyldendal útgáfunni er komin út áhugaverð bók um dýralíf á Grænlandi, skrifuð og uppsett af Mogens Trolle og með frábærum myndum Uri Golman.

“Við viljum koma fram upplifunum og erum ekkert að fjalla um allt sem hægt er varðandi dýrin, en einblínum á áhugaverðustu staðreyndirnar um þau” segir Trolle.

Bókin fjallar um 77 tegundir dýra af öllum stærðum og gerðum en fókusinn er þó á þau dýr sem fólk hefur mestan möguleika á að sjá með eigin augum á ferðum sínum um landið.

Báðir hafa þeir gefið út bækur áður en þó ekki saman. Bókin er tæplega 300 blaðsíður og hugmyndin kviknaði þegar þeir hittust fyrst fyrir fjórum árum síðan.

Mogens Trolle er dýrafræðingur, rithöfundur, ljósmyndari og leiðsögumaður. Hann starfar hjá Náttúrugripasafni Danmerkur og hefur lengi ferðast um heiminn en segir Grænland algjörlega einstaka upplifun.

Uri Golman hefur unnið til verðlauna fyrir náttúrumyndir sínar og hefur sérhæft sig í norðurskautsljósmyndun. Draumur hans frá barnæsku var að kynnast norðurslóðum, dýralífinu þar og ósnortri náttúrunni. Draumur sem um nokkurt skeið hefur verið hans lifibrauð.

Tekið af Greenland Today og myndirnar tók Uri Golman.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...