Ekki missa af þessu
Forseti kennir víkingaklapp. Mynd - Hrafn Jökulsson

Grænlensku börnin á Bessastöðum: Lærðu víkingaklappið og sungu fyrir forsetahjónin

VÍSIR, 6. SEPTEMBER 2016:

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands [og eru á Íslandi til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þetta er ellefti hópur 5. bekkinga frá þessum litlu þorpum sem hingað kemur á vegum KALAK og Hróksins, með stuðningi Kópavogsbæjar, Menntmálaráðuneytis, FÍ og fjölmargra einstaklinga, félaga og fyrirtækja.]

Forsetinn greinir frá heimsókn barnanna á Bessastaði á Facebook-síðu forsetaembættisins en undanfarin ár hafa grænlensk börn komið hingað til lands að hausti og verið hér við leik og nám.

Guðni segir að þeir sem standa að þessu framtaki eigi mikinn heiður skilinn, og segir síðan frá því að hann hafi tekið víkingaklappið með krökkunum og kennurum þeirra á Bessastöðum.

„Ég held ég geti fullyrt að það hefur aldrei áður verið gert á Bessastöðum…“ segir forsetinn á Facebook en færsluna má sjá hér að neðan.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...