Ekki missa af þessu

Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands

Frá Norræna félaginu:
Norræn samvinna

Miðvikudaginn 25. janúar mun Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna
félagsins á Íslandi flytja hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands um sögu
félagsins, stöðu þess og áhrif í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.
Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Norræna félagið og
Þjóðminjasafn Íslands munu standa fyrir á afmælisárinu um norrænt samstarf á
breiðum grundvelli.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Norræna félagið á Íslandi er 90 ára í ár. Félagið á rætur sínar að rekja til
ótryggs stjórnmálaástands á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina sem varð
til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs
samstarfs sín á milli árið 1914. Í kjölfarið voru Norrænu félögin stofnuð hvert
í sínu landi. Fyrstu félögin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 1919 og Norræna
félagið á Íslandi 29. september árið 1922. Félagið stendur fyrir margvíslegri
starfsemi á borð við tungumálanámskeið, fyrirlestra, ferðalög o.fl. en að auki
hefur félagið umsjón með verkefnum svo sem Nordjobb og Halló Norðurlönd, auk
þess að bera ábyrgð á rekstri norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.

Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður félagsins frá 2009, hefur allt frá unga
aldri tekið virkan þátt í starfi Norræna félagsins. Hún hefur starfað að
norrænum málum um árabil bæði hér heima og víða á Norðurlöndunum.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...