Það er búið að vera nóg að gera hjá hinum ungu Grænlendingum í heimsókn sinni til Íslands til að læra að synda. Hver upplifunin á fætur annarri og mánudaginn 17. september fóru þau í heimsókn til forsetans. Guðni tók þeim opnum örmum og kenndi þeim m.a. víkingaklappið. Þau sungu nokkur lög fyrir hann og í lokin var myndataka í sól og blíðu á hlaðinu.

Vinskapur myndast meðal barnanna milli þorpa en langt er á milli sumra þorpanna. Þessir ungu, brosmildu drengir koma frá þremur þorpum: Sermiligaaq, Kulusuk og Kuummiut.

Augo Nathanielsen, Karola Sikivat og Thorvald Uitsatikitseq komu frá Sermiligaaq ásamt kennara sínum, Oline Taunajik.

Ivinnguaq Boassen, Enos Bâjare, Julius Uitsatikitseq, Moses Uitsatikitseq, Samuel Uitsatikitseq og Nuunu Maratse komu frá Kuummiut ásamt kennara sínum, Martha Boassen.

Lucas Hammeken, Mikkel Simonsen Pike, Nivi Sire Pike og Naasunnguaq Davidsen komu frá Ittoqqortoormiit ásamt kenara sínum, Petrus Brönlund.