Ekki missa af þessu

Í fjarska norðursins

Nýlega kom út forvitnileg bók fyrir áhugafólk um norrænar slóðir. Bókin heitir Í fjarska norðursins, Ísland og Grænland, viðhorfasaga í þúsund ár. Efniviðurinn er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til okkar daga. 

Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki og af hverju Íslandi og Grænlandi hefur stundum verið lýst djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum.

Bókin er tæpar 400 síður með um 200 myndum. Áhugasamir geta haft samband við Sögufélagið, sogufelag@sogufelag.is, sími 7816400 eða beint við höfund í síma 8918674 eða með tölvupósti sumarlidi@hi.is. 

Tilboðsverð til félaga í Kalak er 7.900 kr.

Höfundur bókarinnar, Sumarliði R. Ísleifsson, er doktor í sagnfræði og lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Hann hefur kannað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um það í greinum og bókum.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Gleðifréttir á skákmóti Hróksins og Kalak

Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigraði með glæsibrag á nýársmóti Hróksins og Kalak á laugardag. Helgi ...