Mynd: Carl-Erik Holm
Franska listakonan Isabelle Vasseur hélt sýningu á 40 málverkum sínum í Tasiilaq í júlímánuði. Fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur þetta eftir Carl – Erik Holm, safnstjóra hjá Ammassalik bæjarfélaginu.
Siðastliðið ár heimsótti Isabelle Tasiilaq auk Tineteqilaaq og afrakstur ferðarinnar var málverk í tugatali sem hún sýndi nú og var titill sýningarinnar: Surprising Greenland. Um 500 manns sóttu sýninguna en Isabelle, sem útskrifaðist frá Atilier des Beaux Artes de ville Paris, sýndi hluta verkanna á sýningu þar í borg áður en hún hélt aftur til austurstrandar Grænlands.