Ekki missa af þessu

Íslandskvöld í Nuuk

Halldór Björnsson kappklæddur í Nuuk

Í lok mars hélt nýstofnað vinafélag Íslands og Grænlands í Nuuk, Islandiip Kamma, i nokkurskonar Þorrablót þar sem ýmislegt góðgæti frá Íslandi var á boðstólum.

Trúbadorinn Vilhjálmur Goði Friðriksson og formaður Kalak Halldór Björnsson fóru til Nuuk af þessu tilefni í boði Islandiip Kammai og lék og söng Villi Goði íslensk lög við góðar viðtökur heimamanna. Einnig komu fram ýmsir grænlenskir skemmtikraftar og heppnaðist þessi skemmtun í alla staði mjög vel en hana sóttu bæði Grænlendingar sem hafa tengsl við Ísland eða bara áhuga fyrir eldfjallaeyjunni í austri sem og þó nokkrir Íslendingar búsettir í Nuuk.

Höfðinglega var tekið á móti Halldóri og Villa Goða í af Önnu Dóru Markussen, formanni, sem og öðrum félögum í Islandiip Kamma, Nuuk og þeir lóðsaðir um allt, skoðuðu m.a. Þjóðminjasafnið sem er mjög áhugavert, einnig háskólann, heimsóttu landsþingið og margt fleira.

Vonandi verður þessi heimsókn til að styrkja samstarf Kalak og hins nýstofnaða félags í Nuuk.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...