Ekki missa af þessu

Íslenskt jólatré í Nuuk

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun fella Oslóartréð á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk á morgun klukkan 11.00.

Borgarstjóri klæðist viðeigandi öryggisbúnaði og fær verkfæri til verksins og nýtur liðsinnis starfsmanna Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Um er að ræða 10-12 metra hátt sitkagrenitré sem verður sett upp á Austurvelli og jólaljósin tendruð á trénu þann 3. desember nk. Oslóarborg hefur aðkomu að viðburðinum.

Enn fremur verður fellt tré sem fært verður Færeyingum að gjöf og kemur til með að prýða Tinghúsvöllinn í miðborg Þórshafnar. Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar mun tendra tréð í Þórshöfn laugardaginn 2. desember nk.

Fyrr í mánuðinum var fellt tré sem Reykjavíkurborg færir, höfuðborg Grænlands, Nuuk að gjöf . S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs afhendir tréð í Nuuk þann 3. desember nk. við hátíðlega athöfn.

Eimskip sem hefur í gegnum árin flutt Oslóartréð til Íslands mun sjá um flutning á trjánum til Grænlands og Færeyja.

Fulltrúar allra borganna verða viðstaddir fellinguna í Heiðmörk á laugardaginn. Eins og áður segir hefst dagskráin klukkan 11.00 á Torgeirsstöðum í Heiðmörk. Kveikt verður á varðeldi og boðið upp á ketilkaffi, kaffi og vatn, flatbrauð og grillaðar pilsur.

Meðfylgjandi er kort af staðnum þar sem tréð verður fellt á laugardaginn.

Fjölmiðlar eru velkomnir.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...