Ekki missa af þessu
itto5_972446

Ittoqqortoormiit, páskamót Hróksins og Tårnet, 2010

Biskupinn í Tasiilaq, Riddarinn í Kulusuk og Hrókurinn í Scoresbysundi eru afrakstur skáklandnámsins hingað til og Biskupinn er sérstaklega virkur klúbbur með alvöru stjórn og heldur mót allt árið. Mikil tilhlökkun er hjá sendifulltrúum Hróksins, enda vissa um að skólastjórinn hann Gustav Martin Brandt og fyrrnefndur Knud taka vel á móti þeim. Börnin hafa byrjað að tefla fyrir þónokkru síðan, eða um leið og spurðist út að von væri á heimsókn. Þau ætla sér að vera klár þegar auglýst fjöltefli við Sverri skákmeistara fer fram. Í það minnsta tvö mót verða haldin og bestu þakkir fá þau sem gefið hafa vinninga og allskyns varning handa börnunum; Eymundsson, Actavis, Sandholt og Arionbanki sjá til þess að öll börn sjái sig sem sigurvegara á mótunum. Flugfélag Íslands hefur ávallt reynst Hróknum vel í þessum ferðum og á miklar þakkir skilið.

Að standa á þyrlupallinum í Ittoqqortoormiit eftir flug frá Reykjavík og magnaða þyrluferð, horfa yfir þennan magnaða bæ og ísilagt breiðasta sund í heimi, Scoresbysund, er algjörlega ógleymanlegt.

Brottför 31. mars.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...