Ekki missa af þessu

KALAK fagnar 25 ára afmæli á laugardag — allir velkomnir

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til 25 ára afmælisfagnaðar laugardaginn 4. mars kl. 14-16 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Rifjuð verður upp saga félagsins, boðið upp á veitingar og nýir og gamlir Grænlandsvinir boðnir velkomnir til fagnaðarfundar.

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, var stofnað í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars 1992. Í fyrstu stjórn KALAK voru Guðmundur Hansen formaður, Magnús Magnússon, Elísabeth B. Nielsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Stofnfélagar voru 43.

Markmið KALAK er að vinna að auknum samskiptum Íslands og Grænlands, einkum á sviði félags- og menningarmála. Félagið hefur gegnum tíðina haldið fjölmörg mynda- og fræðslukvöld, staðið fyrir Grænlenskum dögum og stutt við samfélagsleg verkefni á Grænlandi, sérstaklega í þágu ungs fólks.

Stærsta verkefni KALAK árlega er heimsókn 11 ára barna frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands. Hingað koma þau ásamt fylgdarliði kennara og dvelja á Íslandi í rúmlega 2 vikur. Börnin sækja skóla í Kópavogi, þar sem þau kynnast jafnöldrum, fara í sundtíma tvisvar á dag og gera ótal margt skemmtilegt meðan á dvölinni stendur. KALAK hefur líka frá upphafi, árið 2003, tekið virkan þátt í skáklandnámi og verkefnum Hróksins á Grænlandi, og eiga félögin góða og nána samvinnu.

Allir eru hjartanlega velkomnir í afmælisfögnuðinn á laugardaginn.

Um KALAK: https://kalak.is/um-kalak/

Nánari upplýsingar gefur Stefán Herbertsson, formaður KALAK í síma 8986311

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...