Ekki missa af þessu
Með kærri kveðju frá Kulusuk. Börnin með Gáttaþefi og áhöfn Flugfélags Íslands.

KALAK og Hrókurinn færðu öllum börnum Kulusuk jólagjöf

Gáttaþefur í góðum hóp. Með honum m.a. Tryggvi flugstjóri og Magnús Ingi flugmaður.

Í dag fóru liðsmenn Hróksins og Kalak til Kulusuk og færðu öllum börnunum í þorpinu jólagjafir frá konunum í prjónahópi Gerðubergs. Í Kulusuk eru nú 40 börn í grunnskóla og liðlega 10 í leikskólanum, en íbúar eru alls um 250.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og Stefán Herbertsson formaður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands fóru þessa skemmtilegu ferð. Með í för var sjálfur Gáttaþefur, sem gaf sér tíma frá miklum önnum á Íslandi til að heilsa upp á börnin í Kulusuk, sem er næsti nágrannabær við Ísland. Tugir barna biðu í ofvæni í litlu flugstöðinni þar sem slegið var upp jólagjafaveislu.

Gáttaþefur og aðrir leiðangursmenn flugu með áætlunarvél Flugfélags Íslands til Kulusuk og er FÍ aðalbakhjarl verkefnisins. Slegið var upp jólapakkahátíð í flugstöðinni, en þangað voru langflest börnin í þorpinu mætt til að heilsa upp á Gáttaþef.

Konurnar í prjónahópi Gerðubergs með gjafirnar handa börnunum í Kulusuk, sem Hróksliðar, Kalak og Flugfélag Íslands sáu glaðlega um að koma til skila.

Öll fengu börnin sérmerkta gjöf frá konunum í prjónahópi Gerðubergs, jólasveinahúfu frá Flugfélagi Íslands og gotterí frá Nóa Síríus. Sem fyrr tóku starfsmenn Flugfélags Íslands virkan þátt í veislunni og Sigrún Heiða

Sigrún Heiða flugfreyja hjálpaði Gáttaþefi svo allir fengju nú rétta gjöf.

Hilmarsdóttir flugfreyja hjálpaði Gáttaþefi að sjá til þess að allir fengju nú réttan pakka. Tryggvi Jónsson flugstjóri og Magnús Ingi Magnússon flugmaður tóku líka þátt í hátíðarhöldunum. Tryggvi byrjaði að fljúga til Grænlands árið 2003, sama ár og Hrókurinn kom fyrst í heimsókn.

Einstaklega bjart og fagurt var í Kulusuk þegar Gáttaþef bar að garði. Grænlensku börnin voru í sólskinsskapi, sum höfðu komið með fjölskyldum sínum, ýmist á hundasleða eða vélsleða, en langflest höfðu keifað snjóinn í sól og stillu til að hitta Gáttaþef og veita viðtöku jólagjöf frá dýrðarkonunum í Gerðubergi og jólakveðjum frá vinum á Íslandi.

Myndaalbúm: Jól í Kulusuk

Umræður

ummæli

Um Hrafn Jökulsson

x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...