Ekki missa af þessu

Leiðrétting frá Norræna félaginu

TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ

ATH: Framhaldsnámskeið í norsku var auglýst á miðvikudagskvöldum en verður
haldið á fimmtudagskvöldum kl. 19:45 – 21:15.

Í apríl og maí mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku og grunn-
og framhaldsnámskeið í norsku. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á
orðaforða og hagnýta kunnáttu.

Norska:

Kennari er Hermann Bjarnason.

Grunnnámskeið: miðvikudagar kl. 17:30-19:00, alls fimm skipti 10., 17. og 24.
apríl og 8. og 15. maí 2013.

Framhaldsnámskeið: fimmtudagar kl. 19:45-21:15, alls fimm skipti 11. og 18.
apríl 2., 16. og 23. maí 2013.

Sænska:

Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Grunnnámskeið: fimmtudagar kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti 11. og 18. apríl
2., 16. og 23. maí 2013.

Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram í síma 551-0165 og á netfanginu
valdis@norden.is. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu
sem greiða 6.500 krónur í þátttökugjald. Auðvelt er að gerast félagi í Norræna
félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27
ára og 67 ára og eldri.

Greiða þarf þátttökugjald áður en námskeið hefst. Námskeiðið fellur niður ef
lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Aðalfundur Norræna félagsins

Frá Norræna félaginu: Reykjavík: Minnt er á aðalfund Norræna félagsins í Reykjavík á skrifstofu félagsins ...