Carsten Egevang er einhver snjallasti “arctic” ljósmyndari Dana og hefur dvalist margsinnis á Grænlandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga, meðal annars í veiðimannakofum á austurströnd Grænlands, fjarri byggðu bóli. Mikill ævintýramaður og grjótharður aðdáandi þessa magnaða lands og íbúanna sem búa þar á mörkum hins byggilega heims. Carsten verður með í jólabókaflóðinu í vetur, gefur út bók sína “Life at the edge” um miðjan nóvember og verða allar myndirnar svart/hvítar.
Allar myndirnar í bókinni eru teknar á austurströndinni, í og við Scoresbysund. Hér má sjá heitan hver við Uunarteq eða Kap Tobin sem er heitasta lindin á Grænlandi eða um 61°c og er þannig allt árið. Ekki eru mörg svona svæði í landinu, allavega eru heitar lindir á Suður-Grænlandi en ekki margar.
Carsten heldur úti síðunni www.arc-pic.com
og senda má honum línu á kontakt@arc-pic.com