Ekki missa af þessu

Life at the edge

Carsten Egevang er einhver snjallasti “arctic” ljósmyndari Dana og hefur dvalist margsinnis á Grænlandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga, meðal annars í veiðimannakofum á austurströnd Grænlands, fjarri byggðu bóli. Mikill ævintýramaður og grjótharður aðdáandi þessa magnaða lands og íbúanna sem búa þar á mörkum hins byggilega heims. Carsten verður með í jólabókaflóðinu í vetur, gefur út bók sína “Life at the edge” um miðjan nóvember og verða allar myndirnar svart/hvítar.

Allar myndirnar í bókinni eru teknar á austurströndinni, í og við Scoresbysund. Hér má sjá heitan hver við Uunarteq eða Kap Tobin sem er heitasta lindin á Grænlandi eða um 61°c og er þannig allt árið. Ekki eru mörg svona svæði í landinu, allavega eru heitar lindir á Suður-Grænlandi en ekki margar.

Carsten heldur úti síðunni www.arc-pic.com

og senda má honum línu á kontakt@arc-pic.com




Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...