Ekki missa af þessu
alt

Lindaskóli

altMyndirnar sem hér ber að líta eru teknar af vef Lindaskóla í Kópavogi en þar, sem og í Salaskóla,  voru nýlega 29 börn frá litlu þorpum austurstrandar Grænlands í boði Kalak. Kópavogsbær hefur undanfarin sjö ár tekið á móti krökkum á tólfta ári sem koma hingað til að læra að synda og uppgötva hinn stóra heim – á Íslandi. Og Kópavogsbær hefur gert það með miklum bravúr.

Börnin syntu í Salalaug tvisvar á dag og þess á milli sóttu þau tíima með jafnöldrum í þessum tveimur skólum. Þetta er langstærsta verkefni sem Kalak tekst á við árlega og hefur tekist svona glimrandi vel. Haraldur Erlendsson sem kennt hefur sund um áraraðir í altKópavogi hefur komið allverulega sterkur inn og tekist að fá fyrirtæki og vini og vandamenn til að bjóða börnunum í mat og í rútuferð að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Eins og áður hefur komið fram buðu þar að auki; Smárabíó í bíó, Skemmtigarðurinn í Smáralind í Tívolí, Skautahöllin á skauta og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn bauð í heimsókn. Þá var þeim boðið á hestbak og fleira og fleira.

Eins og sjá má á þessum myndum voru allir heldur betur hressir og það var svo sannarlega svona lítið Kalak – vinafélag Íslands og Grænlands – í  grunnskólunum tveimur í Kópavogi þennan hálfa mánuð sem börnin voru þar.

altÞetta er magnað verkefni og gaman hve vel gengur. Að sögn Lars Peter Stirling, skólastjóra í Kulusuk, sem hefur verið yfirfararstjóri frá byrjun eða fyrir sjö árum, hefur þetta gengið betur frá ári til árs og börnin til mikillar fyrirmyndar.

Það var misjafnt hvað hverjum og einum fannst skemmtilegast, það er auðvitað gaman að fara í bíó í fyrsta sinn á ævinni, eða tívoli, nú eða sjá hesta og fara á bak en bæði börnum og fararstjórum fannst magnað að fá heimboð á Bessastaði þar sem Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti hópnum og ræddi við krakkana með aðstoð Susönnu Pike Ljunggren, kennara frá Ittoqqortoormiit.

altMyndir frá Bjarne Hauthorner, kennara í Kummiut, bíða birtingar en á þessum má allavega sjá að það var gaman. Bara mjög, mjög gaman!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...