Ekki missa af þessu

Málþing

Frá Norræna félaginu:

Staða ungs fólks á Norðurlöndum
Brottfall úr skóla – möguleikar á vinnumarkaði

Nordens Välfärdscenter NVC og Norræna félagið á Íslandi bjóða til málþings um
stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og brottfall úr skóla í Norræna húsinu
fimmtudaginn 23. maí 2013 kl 09.00-11.00.
Meginþema málþingsins verður nýútkomin skýrsla “Unge på kanten” sem unnin var
fyrir Norrænu ráðherranefndina. Bjørn Halvorsen verkefnastjóri skýrslunnar
kynnir niðurstöður hennar ásamt Jenny Tägtström.
Terje Olsen verkefnastjóri Þekkingarbankans kynnir nýjan vef
kunnskapsbanken.org sem fer í loftið 16. maí n.k. Kunnskapsbanken.org er
upplýsingavefur um nám og atvinnumöguleika, rannsóknir og velheppnuð verkefni.
Þessi hluti málþingsins fer fram á ensku.

Til að kynna stöðu mála á hér á landi og gera samanburð á stöðu Íslands og
hinna Norðurlandanna verða pallborðsumræður með stuttum erindum þátttakenda:

• Gestur Guðmundsson prófessor við Háskóla Íslands
• Sigrún Harðardóttir framhaldsskólakennari og starfs- og námsráðgjafi við
Menntaskólann á Egilsstöðum
• Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar
• Kristjana Stella Blöndal lektor við Háskóla Íslands
• Tryggvi Haraldsson verkefnastjóri Atvinnutorgs í Reykjavík
• Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Föreningarna Nordens Forbund

Þessi hluti málþingsins fer fram á íslensku.

Fundarstjóri er Þorlákur Helgason

Málþingið er öllum opið
Skráning fer fram á noden@norden.is

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Aðalfundur Norræna félagsins

Frá Norræna félaginu: Reykjavík: Minnt er á aðalfund Norræna félagsins í Reykjavík á skrifstofu félagsins ...