Ekki missa af þessu
578231 10151484611188960 820566908 n

,,Með kærri kveðju til Kulusuk”

578231 10151484611188960 820566908 nLaugardaginn 23. mars klukkan 14 verða haldnir stórtónleikar í Eldborg í Hörpu, þar sem margir þekktustu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins stíga á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi, en tónlistarhúsið í þorpinu brann til grunna í fárviðri á dögunum.

Ókeypis aðgangur er að tónleikunum, en þar verður safnað fjárframlögum og hljóðfærum, svo aftur megi óma tónlist í Kulusuk.

Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram í Eldborg á laugardaginn eru Agent Fresco, Digraneskórinn, DJ Margeir, Fóstbræður, Haffi Haff, Jakob Frímann Magnússon, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnarsson, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðursgestir á tónleikunum eru grænlensku tónlistarmennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignatiessen sem koma hingað til lands frá Kulusuk.

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, stendur að tónleikunum í Eldborg í samvinnu við fjölmarga velunnara Grænlands á Íslandi. Helstu bakhjarlar eru Flugfélag Íslands, Harpa tónlistarhús, Guide to Iceland, Skákakademían og Tónastöðin.

KALAK hefur opnað söfnunarreikning vegna brunans mikla í Kulusuk. Reikningsnúmerið er 0322-26-002082, kennitala 4303942239.

Tekið er við hljóðfærum í Tónastöðinni, Skipholti 50d, og á tónleikunum í Hörpu á laugardaginn.

Sýnum vinum okkar og nágrönnum samstöðu og vinarhug!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...