Fyrirlestur / myndasýning á vegum Kalak í Norræna húsinu, fimmtudagsköldið 30. janúar kl. 20:00
Uummannaq á Grænlandi:
Uummannaq-fjörður á norðvestanverðu Grænlandi er mikill töfraheimur stórbrotinnar náttúru og heillandi mannlífs. Þar búa um 2.300 manns á átta stöðum en hjarta svæðisins er bærinn Uummannaq sem er 500 km norðan við heimskautsbaug. Saga svæðisins er merkileg og hún tengist Íslandi á skemmtilegan hátt.
Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur mun í fyrirlestrinum segja í máli og myndum frá Uummannaq og ferðum sínum þangað á tímabilinu 1995 til 2013, sumar jafnt sem vetur. Þar koma við sögu heimsóknir í þorp svæðisins auk gönguferða í óbyggðum og langar skíðagöngur að vetri.