Ragnar Hauksson, leiðsögumaður, heldur fyrirlestur og sýnir myndir í sal Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, miðvikudagskvöldið 9. mars klukkan 20:00.
Fer hann með gesti í gegnum sögu og menningu vesturhluta landsins að þessu sinni.
Ragnar var með mjög áhugaverðan fyrirlestur um sögu Austur – Grænlands á síðastliðnu ári, þar sem hann sýndi myndir frá austurhluta þessa magnaða lands.
Allt áhugafólk um mannlíf og menningu Grænlands er hvatt til að mæta.