Ekki missa af þessu

Nive Nielsen

Nive Nielsen, grænlenska tónlistarkonan sem sló í gegn á Reykjavík Music Mess í vor, sló líka rækilega í gegn á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi. Það stóð þó reyndar tæpt að þau næðu að komast í tæka tíð þar sem rútan sem ferjaði hljómsveit og hljóðfæri bilaði í þýskalandi. Þau náðu þó í tæka tíð, rótuðu upp og áhorfendur öskruðu af kæti.

Nive, sem er afar vinsæl i heimalandinu, sem og reyndar utanlands einnig, hefur selt hátt í sjö þúsund eintök af plötu sinni á Grænlandi sem er afrek, þar sem um 56.000 manns búa þar. Ca tólf prósent íbúa hefur verslað gripinn. Það væri nú magnað ef einhver seldi hátt í 40.000 diska hér á landi!

John Parish, sem m.a. tók upp nýjustu plötu PJ Harvey, var upptökustjóri á plötu Nive og hljómsveitar hennar, The Deer Children. Þau eru svellköld við að nota hljóðfæri sem ekki eru beint almennt notuð, eins og ukulele og kazoo og úr verður hálfgert grænlenskt indípopp.

“Það var hrópað og klappað endalaust, miklu meira en við höfum lent i áður” sagði Nive og brosið hvarf ekki af hennar sérstaka og fallega andliti í gærkvöldi!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...