Niviaq Korneliussen, 27 ára gömul skólastjóradóttir frá Nanortalik, er meðal áhugaverðustu rithöfunda af sinni kynslóð á Norðurlöndum. Fyrsta skáldsaga hennar, Homo Sapienne, vakti mikla athygli á Grænlandi og seldist í 2000 eintökum — sem er metsala á örlitlum bókamarkaði nágranna okkar.
Bókin hefur líka selst vel í Danmörku og var tilnefnd til bæði bókmenntaverðlauna danska stórblaðsins Politiken og Norðurlandaráðs.
Niviaq þykir koma með ferska og tímabæra rödd inn í grænlenskar bókmenntir, enda efniviðurinn sóttur í samtímann og úrvinnslan í senn framúrstefnuleg og áhrifarík. Jes Stein Pedersen, menningarritstjóri Politiken, sparaði ekki stóru orðin:
,,Ég byrjaði að lesa, og allt í einu sagði ég við sjálfan mig: Ég hef ekki lesið neitt í líkingu við þetta, skrifað af svo ungri manneskju, nokkru sinni.”
Rithöfundurinn Alastair Gee í San Francisco rætti við Niviaq á Skype fyrir The New Yorker. Mjög áhugaverð lesning!