Ekki missa af þessu

Norden í Skolen

Frá Norræna félaginu: 


Kynning verður á kennsluvefnum Norden i Skolen í næstu viku og í september
verður málþing um kosningarnar í Noregi. Sjá nánar að neðan.Kynning á Norden i Skolen
– nýju norrænu kennslutæki á netinu!

Norden i Skolen er nýtt samnorrænt kennslutæki á netinu sem býður kennurum og
nemendum upp á alveg nýja möguleika við kennslu á norðurlandamálunum. Á
vefsvæðinu má m.a. finna rafrænar tungumálaæfingar og –spil, norræna
hjóðorðabók, gagnvirka málsögulega tímalínu, ljóð, stuttmyndir, smásögur,
vinabekkjaleit, sýndarkennaraherbergi og margt fleira.

Thomas Henriksen, verkefnisstjóri, heldur kynningu og leiðir gesti um vefsvæðið
og útskýrir innihald þess og notkunarmöguleika.

Staður og stund: Norræna húsið, mánudaginn 26. ágúst, kl. 13 -16 og Brekkuskóli
á Akureyri, þriðjudaginn 27. ágúst, kl. 14:15 – 17
Markhópur: Kennarar og leiðbeinendur, en allir eru velkomnir
Verð: Ókeypis
Annað: Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur ef kostur er á

Frekari upplýsingar veita Stefán Vilbergsson hjá Norræna félaginu á netfanginu:
stefan@norden.is og María Jónsdóttir hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni á
Akureyri á netfanginu: mariajons@akureyri.is. Tekið er við skráningum til kl.
12 föstudaginn 23. ágúst.Kosningar í Noregi

Þingkosningar fara fram í Noregi mánudaginn 9. september. Í tilefni þess verður
efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál. Fundurinn verður í
Norræna húsinu miðvikudaginn 4. september kl. 12-13:15.

Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, flytur stutt erindi um
kosningarnar og stjórnmál í Noregi. Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í
norskum stjórnmálum í pallborði. Þátttakendur verða; Eiður Guðnason, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir og Svavar Gestsson, fyrrum alþingismenn og sendiherrar,
og Þóra Tómasdóttir, blaðamaður. Öll þekkja þau vel til norskra stjórnmála.
Fundurinn er öllum opinn.

Norræna félagið á Íslandi, sendiráð Noregs á Íslandi, upplýsingaskrifstofan
Norðurlönd í fókus, og Alþjóðamálastofnun HÍ standa að fundinum.

                                                                                                                                                                                                                                                                            


Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                          

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is                                                                                

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Málþing

Frá Norræna félaginu: Staða ungs fólks á NorðurlöndumBrottfall úr skóla – möguleikar á vinnumarkaði Nordens ...