40 þátttakendur frá 16 þjóðlöndum hlupu maraþon á norðurpólnum á dögunum. Hinn fjórtán ára gamli Lars Samo Tobiassen stóð sig með miklum sóma og varð í tíunda sæti sem er frábært enda langyngsti þátttakandi í þessu erfiða hlaupi, hingaðtil.
Síðustu 2 ár og rúmlega það hefur Lars Samo búið ásamt fimm öðrum piltum á drengjaheimilinu “Matu” í Nuuk. Í samtali við Greenland Today segist hann æfa sig nánast á hverjum degi, hlaupi mikið og fari á gönguskíði. Sem hafi nú komið sér vel því að hlaupið tók hann sex tíma og tuttugu mínútur enda var hitinn 26 gráður – í mínus. Hlaupinn var fjögurra kílómetra hringur, alls tíu sinnum og sprett úr spori að næturlagi, vegna sólarinnar. Hlaupið fór fram á Svalbarða.
Tveir starfsmenn við Matu heimilið, þeir Thorlak Skifte Nielsen osg Akannguaq Lennert, hlupu Lars til stuðnings og náðu þó ellefta og sextánda sæti enda í toppformi og hafa þjálfað drenginn að undanförnu. Fulltrúar Grænlands voru svo sannarlega landi og þjóð til sóma en ekki er á allra færi að komast í gegnum hlaup sem þetta.
Félagarnir segja að næst á dagskrá sé að sækja um styrki til að drengirnir á heimilinu hafi tækifæri á að takast á við ný og krefjandi verkefni sem þetta. Lars Samo er allavega yfir sig ánægður með árangurinn og eins og sjá má er það stoltur piltur sem fagnar.
Hlaupið fór fram þann 6. apríl.
Greinin er tekin af Sermitsiaq.ag