Ekki missa af þessu

Norræna bókasafnsvikan

Frá Norræna félaginu:

Norræna bókasafnavikan verður haldin dagana 12.-18. nóvember. Ríflega 100
íslensk almennings- og skólabókasöfn auk annarra stofnana og félagasamtaka eru
skráð til þátttöku. Allar líkur eru á að þér muni bjóðast góð dagskrá í næstu
viku á bókasafni í nánasta umhverfi.

Þema ársins er Margbreytileiki á Norðurlöndunum. Upplestrartextar ársins eru
Flóttamaðurinn á hindberjabátnum eftir Miika Nousiainen, sjálfsævisagan Ég er
Zlatan Ibrahimovic og Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn
Egner.

Norræna félagið leggur sérstaka áherslu á ævisögu Zlatan Ibrahimovic í ár því
við viljum stuðla að auknum lestri unglingspilta. Við skipuleggjum dagskrá í
Norræna húsinu í samstarfi við bókasafnið.

Lesið meira um Norrænu bókasafnavikuna á heimasíðu verkefnisins:
www.bibliotek.org.
                                                                                                                                                                                                                                                                           

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is       

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...