Hús sem kallað er “Arnarhreiðrið” og er á Ella Ö fékk nýja merkingu þegar glorsoltiinn ísbjörn komst í feitt og nánast gerði kofann fokheldan meðan hann gæddi sér á þeim veitingum sem fyrirfundust.
Húsið er eitt af þeim sem Sirius herdeildin notast við í hinum ógnarstóra þjóðgarði Grænlendinga við norðausturhluta landsins og er m.a. notað sem matarlager. Fimm dögum áður en björgunaræfingar áttu að hefjast, sem ganga undir nafninu SAREX 2012, uppgötvuðust ósköpin.
Félagar í Sirius fengu það skemmtilega verkefni að laga það sem bjössi hafði rústað og kostnaður var um 80.000 krónur danskar. Björninn hafði brotið rúðu og svangan ísbjörn stoppar ekkert. Að sögn lögreglunnar gæddi bjössi sér á 38 glösum af Nutella í forrétt, í aðalrétt voru kornvörur og annað af matarlager. Í eftirrétt át hann allan hundamatinn.
Tekið af Sermitsiaq.gl