Til hamingju Grænland og til hamingju Ísland!
Í dag, laugardaginn 20. október opnaði sendiskrifstofa Grænlands á Íslandi, við Túngötu 5. Þetta er stór og mikilvægur áfangi í samskiptasögu grannþjóðanna. Fulltrúi Grænlands, þeirra sannkallaði sendiherra, er Jacob Isbosethsen, virtur og reyndur í utanríkismálum, geislandi af krafti og metnaði.
Marga góða gesti bar að garði og utanríkisráðherrar landanna, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ane Lone Bagger, fluttu erindi ásamt Jacob sjálfum.
Alþjóðlegur andi sveif yfir vötnum þar sem fulltrúar margra þjóða mættu á svæðið til að fagna þessum tímamótum.
Jacob Isbosethsen, fyrsti sendiherra Grænlands á Íslandi.
Fallegur skjöldurinn á framhlið hússins.
Frá vinstri: Ane Lone Bagger utanríkisráðherra Grænlands, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands, Jacob Isbosethsen fyrsti sendiherra Grænlands á Íslandi og Hrafn Jökulsson.
Aleqa Hammond, fyrsta konan sem forsætisráðherra Grænlands og núverandi þingmaður og Hrafn Jökulsson.
Frá vinstri: Ségolène Royal, fyrsta konan sem var frambjóðandi eins af stóru flokkunum í forsetakosningum í Frakklandi, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Hrafn Jökulsson.
Frá vinstri: Svend Hardenberg, Hrafn Jökulsson, Jóhanna Gunnarsdóttir sendiherrafrú í Kanada, Pétur Ásgeirsson sendiherra Íslands í Kanada og Ásgeir Pétursson.