Inga Dora og fjölskylda heiðursgestir í opnu húsi Hróksins og KALAK á laugardag Opið hús verður í Pakkhúsi Hróksins Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 25. nóvember kl. 14-16. Þar munu Hrókurinn og KALAK kynna jólaferðir sem farnar verða til Grænlands í desember. Jafnframt verður tekið við gjöfum til barnanna í Kulusuk, næsta nágrannabæ Íslands, en sjálfur Stekkjarstaur fer svo með ...
Lesa »Forsíða

Stórfróðlegt erindi Árna Snævarr um stöðu og framtíð Grænlands
Árni Snævarr sem var gestur Kalak á Stofunni í fyrrakvöld hafði nú ekki haft mikinn áhuga á Grænlandi og skildi á sínum yngri árum ekkert í því að fólk eins og RAX væru að fara þangað. Honum þótti það heldur hallærislegt að vera að fara þangað. Árni sem nú starfar fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í Brussel byggði erindi sitt á rannsókn ...
Lesa »Grænland á milli steins og sleggju
Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum flytur fyrirlestur um sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga á vegum Kalak, Vináttufélags Íslands og Grænlands í Stofunni, Vesturgötu 3, fimmtudaginn 26. október kl. 20. Árni stundaði rannsóknir á hugsanlegu sjálfstæði Grænlands í alþjóðlegu ljósi í fjóra mánuði í sumar og hefur tekið saman skýrslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erindi sitt um Grænland nefnir Árni: ,,Á milli steins og ...
Lesa »Viltu eignast grænlenskan selskinspels?
Nú dregur að lokum landssöfnunarinnar okkar, en það er sitthvað skemmtilegt eftir: Heiðurskonan Sólveig Ásta Ásgeirsdóttir leggur til þennan gullfallega selskinspels, sem hún eignaðist í Kaupmannahöfn fyrir 25 árum. — Eggert feldskeri staðfesti upprunann strax, pelsinn væri úr grænlenskum útselsskinnum, saumaður þar af miklu listfengi og seldur í frægri feldskerabúð í Kaupmannahöfn; og er ennþá nánast einsog nýr! ,,Selskinn þykja ...
Lesa »Hringnum lokað: Öll sveitarfélög á Íslandi sýna vináttu í verki!
Öll sveitarfélög á Íslandi, 74 talsins, taka þátt í landssöfnuninni Vinátta í verki, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn og Kalak efndu til vegna hamfaranna á Grænlandi í júní. Þúsundir einstaklinga og fjöldi félaga og fyrirtækja hafa líka lagt söfnuninni lið. Nú hafa safnast næstum 43 milljónir króna, án nokkurs tilkostnaðar. Söfnuninni lýkur nú í vikunni, og eru aðstandendur í skýjunum yfir ...
Lesa »Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir: Kærleikskeðja sveitarfélaga um allt land
Yfir 35 milljónir króna hafa nú safnast í landssöfnuninni Vinátta í verki, í þágu fórnarlamba hamfaranna á Grænlandi 18. júní. Hvert sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi kærleikskeðju hringinn um landið, og þakki þannig Grænlendingum sem efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll á Súðavík 1995. Akureyrarbær, Bláskógabyggð, Reykjanesbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur ...
Lesa »Vinátta í verki komin yfir 30 milljónir: Safnað á Flateyri, Grímsey, Árneshreppi og víðar
Landssöfnunin Vinátta í verki, vegna hamfaranna á Grænlandi gengur framar öllum vonum skipuleggjenda. Á aðeins tólf dögum hafa safnast vel yfir 30 milljónir króna, með framlögum frá þúsundum einstaklinga, fyrirtækja, klúbba og félaga. Þjóðarsamstaða hefur myndast um að Íslendingar sendi næstu nágrönnum og vinum kærleikskveðju á tímum sorgar og óvissu. Fjórir fórust og gríðarlegt eignatjón varð, þegar flóðalda gekk yfir ...
Lesa »Frábærum árangri fagnað í Pakkhúsi Hróksins, laugardag kl. 14
Jón Viðar segir frá mannlífi og náttúru í Uummannaqfirði Opið hús verður í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardag milli 14 og 16, til að fagna frábærum árangri landssöfnunarinnar Vinátta í verki. Fyrstu fjóra dagana söfnuðust 20 milljónir, og segja skipuleggjendur að landssöfnunin haldi áfram af fullum krafti. Sérlegur gestur dagsins er Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur og fv. formaður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Hann ...
Lesa »