Ekki missa af þessu

Saga félagsins

Vinafélag Grænlands og Íslands, KALAK, var stofnað í Norræna Húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars 1992. Fyrsta stjórn félagsins var kosin; Guðmundur Hansen, Magnús Magnússon, Elísabet Burmeister. Og Kolbrún Sæmundsdóttir. Stofnfélagar voru 43.

Markmið félagsins
Félagið er vinafélag Íslands og Grænlands, markmið þess er að efla samskipti milli landanna, einkum á sviði félags- og menningarmála. Félagið hyggst ná markmiði sínu meðal annars með því að kynna þjóðirnar og stuðla að samskiptum milli einstaklinga og byggðarlaga og ber í því sambandi að hafa í huga ungt fólk og taka mið af þörfum þess og áhugamálum.

Starfsemi KALAK’s.
Reglulegir kynningafundir eru haldnir í Reykjavík með góðum stuðningi Norræna Hússins. Efni þessa funda er af ýmsu tagi svo sem fyrirlestrar um rannsóknir sem farið hafa fram á Grænlandi , frásagnir og myndasýningar ferðalanga sem ferðast haf um Grænland, upplestur og spjallfundir um þjóðmál á Grænlandi. Kalak hefur haldið sýningar bæði sjálfstæðar og í samvinnu við aðra, svo sem danska sendiráðið, Flugfélag Íslands og Norræna Húsið. Stór hluti sýningamuna hafa verið minjagripir frá Grænlandi í eigu félagsmanna.

Margir aðilar hafa leitað til félagsins eftir ráðum og tillögum áður en farið er til Grænlands. Starfsemi Kalak hefur vakið áhuga og eftirtekt m.a. hefur verið skrifaðar greinar um félagið í Grænlenskum dagblöðum.

Á undanförnum árum hefur Kalak staðið fyrir kynningarfundum um Grænland á ýmsum stöðum á landing. Árið 1997 stóð Kalak fyrir ritgerðarsamkeppni meðal 12 ár barna í grunnskólum á Island. Hátt á fjórða hundrað ritgerða bárust í samkeppnina. Bókaverðlaun voru fyrir tólf bestu ritgerðirnar og auk þess fengu þrír bestu höfundarnir ferð til Grænlands ásamt öðru foreldri sínu.

Grænlenskir dagar voru haldnir í Norrænahúsinu í samstarfi við Reykjavík menningaborg Evrópu árið 2000. Þar var kynnt grænlensk menning, tón- myndlist, sögu, náttúru og mat. Dagskráin var fjölbreytt og höfðaði til margra fyrirlestrar, sýningar skemmtikraftar og matur frá Grænlandi. Meðal dagskráliða var sýning á grafíkverkum Grænlensku listakonunnar Arnannguaq Höegh, fjölbreytt safn túbilaka frá Grænlandi. Rasmus Lybert einn þekktasti söngvari Grænlands og margt fl.

Fréttabréf
Kalak gefur út fréttabréf , það flytur fréttir að starfi Kalak og síðan almennar fréttir og upplýsingar um Grænland. Fréttabréfið kemur út þrisvar á ári og þegar efni og ástæður leyfa.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...